Um Stólabíla

ferðafrelsi

Leiga á hjólastólabíl er ný þjónusta fyrir fólk í hjólastól og aðstandendur þeirra til að gera sér dagamun.

Stofnuð hefur verið bílaleigan stolabilar.is með sérhannaða bíla fyrir hjólastóla. Markmiðið er að veita fólki í hjólastólum og aðstandendum þeirra frelsi til að ferðast á eigin forsendum, þegar þeim hentar.

Steinar S. Jónsson, fasteigna- og skipasali og Guðmundur I. Þorsteinsson, verkfræðingur standa að leigunni en hugmyndin kviknaði hjá Steinari fyrir nokkrum árum þegar tengdamóðir hans var á hjúkrunarheimili í 6 ár og í hjólastól.

lífsgæði

„Tengdamóðir mín bjó því við skerðingu á lífsgæðum sem háði henni og fjölskyldunni allri. Það er svo margt sem við hefðum viljað gera fyrir hana og með henni. Staða hennar og annarra í sömu stöðu hefur verið mér hugleikin alla tíð síðan“, segir Steinar. „Við vorum öðrum háð um jólin og áramótin og öll þau mannamót sem hún vildi gjarnan komast á, segir Steinar.

Markmið með Stólabílum er að geta notið samverustunda með sínum nánustu, óháð öðrum og öllu helst klukkunni. Við viljum að fólk geti notið þess að eiga notalega samverustund, á eigin forsendum. Það er virkilega leitt að þurfa að drífa í sig eftirréttinn af því að bíllinn er kominn, tíminn er búinn.

þægindi

Mikilvægt er að koma með fleiri úrræði og hjálpa fólki sem notar hjólastól að geta lifað við sem eðlilegastar aðstæður, þó það hafi ekki tök á að eiga sér útbúna bifreið.

Upp kom sú hugmynd að bjóða hjólastólabíla til leigu. Með því viljum við skapa aukið ferðafrelsi og þægindi fyrir alla í þessari stöðu. Ekki er þörf á að ákveða með margra daga fyrirvara klukkan hvað fara skal í og úr kaffiboðinu næsta sunnudag, segir Steinar.

Við sáum þörfina og höfum trú á hugmyndinni. Niðurstaðan var því að gera hugmyndina að veruleika og nú er leigan að opna. Við ætlum okkur að að bjóða úrvalsþjónustu og vonum að það veiti fólki þá ánægju og ferðafrelsi sem markmiðið er að ná. Við byrjum smátt og metum þörfina en bílarnir uppfylla alla öryggisstaðla og eru vel búnir.

Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma: 898 5254 og 686 9501