Um Stólabíla

ferðafrelsi

Leiga á hjólastólabíl er ný þjónusta fyrir einstaklinga sem notast við hjólastól og aðstandendur þeirra til að gera sér dagamun.

Bílaleigan Stólabílar.is er með sérhannaða bíla fyrir hjólastóla. Markmiðið er að veita einstaklingum sem notast við hjólastól og aðstandendum þeirra frelsi til að ferðast á eigin forsendum, þegar þeim hentar.

lífsgæði

Markmið með Stólabílum er að geta notið samverustunda með sínum nánustu, óháð öðrum og öllu helst klukkunni. Við viljum að fólk geti notið þess að eiga notalega samverustund, á eigin forsendum.

þægindi

Mikilvægt er að koma með fleiri úrræði og hjálpa einstaklingum sem notast við hjólastól að geta lifað við sem eðlilegastar aðstæður.

Við ætlum okkur að að bjóða uppá úrvalsþjónustu og vonum að það veiti fólki ánægju og ferðafrelsi.

Bílarnir okkar uppfylla alla öryggisstaðla og eru vel útbúnir.

Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma: 8528811