Leigan
Það er einfalt að leigja stólabíl og hérna er það helsta sem leigutakar þurfa að hafa í huga.
- Leigutaki þarf að hafa gilt ökustkírteini.
- Leigutaki sækir bílinn á Skemmuveg 8.
- Leigutaki ákveður hvenær bílnum verður sóttur og hvenær skilað í samráði við Stólabíla.
- Leigutaki greiðir fyrir leigutímann fyrirfram.
- Kreditkortanúmer þarf að fylgja leigunni sem trygging fyrir óvæntum uppákomum.
- Leigutaki fær bílinn með fullan eldsneytistank og skilar bílnum með fullan eldsneytistank.
- Leigutaki ber ábyrgð og skal á að hugsa vel um bílinn á meðan leigutíma stendur.
- Komi til tjóns bótaskylt úr kaskótryggingu ökutækisins þá ber leigutaka að greiða eigin áhættu samanber skilmálum Stólabíla.
- Leigutaki fær leiðbeiningar um noktun öryggisbúnaðar fyrir hjólastóla þegar bílinn er afhentur leigutaka.
Skilmálar
1. Undirritun
1.1. Leigutaki samþykkir skilyrði og skilmála leigunnar með því að undirrita leigusamning þennan. Leigutakinn er útnefndur í leigusamningnum.
1.2. Með undirritun leigusamningsins og ástandsskýrslu ökutækisins staðfestir leigutakinn að ökutækið og aukabúnaður þess sé í góðu ástandi.
1.3. Meðundirritun leigusamningsins samþykkir leigutakinn að bílaleigan gjaldfæri leigugjaldið á kreditkort hans, ásamt öllum öðrum kostnaði sem leigutaka ber aðgreiða bílaleigunni, samkvæmt skilyrðum bílaleigunnar. Bílaleigunni er heimiltað gjaldfæra allar tjónabætur á kreditkort leigutakans sem tengjast leigunni, svo sem vegna skemmda á ökutækinu á meðan ökutækið var í samningsbundinni vörsluleigutakans. Ákvörðun um tímasetningu greiðslu og hvort hún sé innt af hendi öll í einu eða með afborgunum er alfarið í höndum bílaleigunnar. Bílaleiganáskilur sér þennan rétt í allt að 12 mánuði eftir að leigusamningurinn er áenda.
1.4. Það kreditkort sem framvísað er við upphaf leigunnar gildir meðan á henni stendur og ekki er hægt að skipta um kreditkort.
1.5. Greiða má fyrir skemmdir á ökutækinu með mismunandi greiðslumáta.
2. Upphaf leigunnar
2.1. Leigutaki samþykkir að bílaleigunni sé heimilt að taka frá heimild á samþykktu kreditkorti (MasterCard, Visa eða American Express sem er á nafni leigutakans). Debetkort er einungis samþykkt ef leigutaki samþykkir að taka á sig þá áhættu að fá hluta heimildarinnar ekki endurgreiddan. Þetta er vegna þekkst og algeng samskiptavandamáls milli útgefanda debetkorta og færsluhirðis. Bílaleigan ber ekki ábyrgð á því ef fráteknar heimildir á debetkortum tapast. Upphæðheimildarinnar nær yfir áætlaðan kostnað aukabúnaðar, eldsneytis, mögulegra viðbótardaga,vegagjalda, stöðusekta, umsýsluþóknunar og annarra mismunandi gjalda.
2.2. Ökumaðurskal vera orðinn 18 ára gamall. Allir ökumenn skulu hafa haft ökuskírteini sittí a.m.k. eitt ár fyrir upphaf leigutímabils. Ökumaðurinn skal hafa gilt ökuskírteini í allan þann tíma sem tilgreindur er í leigusamningnum. Að öðru leyti gilda íslensk lög um ökumanninn.
2.3. Viðbótargjald vegna ungra ökumanna skal gilda um ökumenn sem eru 20 ára.
2.4. Öllum ökumönnum er gert að framvísa viðeigandi ökuskírteini, sem gildir fyrir leigðan ökutækjaflokk, við upphaf leigutímabilsins.
2.5. Viðupphaf leigutímabils fær leigutakinn ökutækið afhent með fullumeldsneytistanki. Leigutakinn ber ábyrgð á því að fylla á tankinn með réttueldsneyti á meðan á leigutímabili stendur. Rétt eldsneyti er tilgreint í leigusamningnum.
3. Meðan á leigutímabili stendur
3.1. Leigutaki ber ábyrgð á að hjólastólinn og farþeginn í hjólastól sé tryggilega festur í öryggisbúnað.
3.2. Það er á ábyrgð leigutakans að tryggja gætilega og ábyrga meðhöndlun og akstur ökutækisins. Aðeins leigutaka og öðrum skráðum viðbótarökumönnum, sem uppfyllaskilyrðin í 2. grein, er heimilt að aka ökutækinu. Leigutaki er ábyrgur fyrir öllu tjóni gagnvart þriðja aðila eða eignum hans, sem ekki heyra undirlögbundna tryggingu gagnvart þriðja aðila, samkvæmt íslenskum lögum.
3.3. Komi til áreksturs eða slyss, skal leigutaki tafarlaust gera viðeigandi lögregluyfirvöldum viðvart, sem og bílaleigunni. Ökumaðurinn má ekki yfirgefa slysstað fyrr en hann hefur gert bílaleigunni og/eða yfirvöldum viðvart og hann skal fylla út tjónaskýrslu sem lýsir atvikinu. Ef annar aðili er viðriðinn atvikið skal hann leggja sitt af mörkum og skrifa undir tjónaskýrsluna. Tilkynni leigutakinn ekki um tjón meðan á leigutímabili stendur, skal hann bera allan kostnað sem fellur til vegna atviksins. Þurfi leigutakinn að skipta um ökutæki mun bílaleigan leitast við að útvega það þegar tjón á fyrra ökutæki hefur verið afgreitt að fullu. Þetta er hins vegar engin trygging fyrir öðru ökutæki og bílaleigan áskilur sér rétt til að neita leigutaka um nýtt ökutæki eða ökutæki í sama flokki og það sem varð fyrir tjóninu, þar á meðal en ekki eingöngu vegna atvika þar sem árekstur eða slys er vegna gáleysislegs aksturs leigutaka eða viðbótarökumanns, leigutaki neitar að greiða fyrir tjón eða neitar að skrifa undir nauðsynlegar skýrslur.
3.4. Í tilvikum þar sem nauðsynlegt er að draga ökutækið vegna slyss eða áreksturs ber leigutaki allan kostnað sem fylgir því. Verðið er alfarið ákvörðun bílaleigunnar.
3.5. Leigutaki ber ábyrgð á að skila ökutækinu á leigustaðsetningu bílaleigunnar. Sé ökutækinu ekki skilað á leigustaðsetningunu ber leigutakinn ábyrgð á öllum kostnaði semfellur til við að koma ökutækinu aftur til höfuðstöðva bílaleigunnar, óháð ástandi ökutækisins, vegum eða veðurskilyrðum.
3.6. Leigutakiber ábyrgð á að skipuleggja ferð sína vel þannig að hann sé meðvitaður umástand vega, veðurspá og allar vegalokanir eða almennar viðvararnir.
3.7. Leigutakaer óheimilt að:
3.7.1. Aka á hálendisvegum sem merktir eru F á opinberum kortum, ásamt Kjalvegi (vegi 35) og Kaldadal (vegi 550) nema á 4WD (fjórhjóladrifnum) jeppa eða jeppling sem bílaleigan samþykkir að hæfi akstri áslíkum vegum. Sé brotið gegn þessari grein er bílaleigunni heimilt að ógildasamninginn og gera ökutækið upptækt. Enn fremur getur bílaleigan lagt á sektvegna mögulegra skemmda, sem nemur 150.000 kr. Sé þessi sekt lögð á leigutakannhefur það ekki áhrif á skyldur hans til að greiða fyrir aðrar skemmdir eða kostnað.
3.7.2. Aka í eða yfir ár og/eða fljót. Þetta bann á ekki við um ökutæki sem bílaleigan fellst á að hæfi fyrir slíkan akstur, hinsvegar skal leigutakinn taka fulla ábyrgð á afleiðingum slíks aksturs. Slíkur akstur er á ábyrgð leigutakans og leigutakinn skal kynna sér tryggingaskilmála og skilyrði í þessu tilliti.
3.7.3. Aka á slóðum eða stígum sem ekki hafa vegnúmer, á ströndum eða öðrum svæðum sem eru „utan vega“.
3.7.4. Aka í skafrenningi og ísingu. 3.6.5. Notaökutækið á nokkurn hátt sem gengur gegn íslenskum lögum eða þeim skilyrðum semkveðið er á um í leigusamningnum og í ákvæðum hans og skilmálum.
3.8. Leigutakinn er ábyrgur fyrir kostnaði við áfyllingu eldsneytis og öllum kostnaði sem tengist akstri meðan á leigutímabili stendur. Leigutímabil leigutaka hefst þegar hann sækir ökutækið og er á enda þegar bílaleigan staðfestir að ökutæki og lyklum hafi verið skilað og ökutækið yfirfarið. Leigutaki skal skila ökutækinu á afgreiðslutíma til starfsmanns á samþykktri leigustaðsetningu, svo bílaleigan geti yfirfarið ökutækið við skil. Ef leigutaki skilar ökutækinu utan afgreiðslutíma eða hefur yfirgefið svæðið áður en bílaleigan yfirfer ökutækið gerir leigutaki það á eigin ábyrgð og er áfram ábyrgur fyrirástandi ökutækisins þar til starfsmaður bílaleigunnar hefur yfirfarið það.
3.9. Kílómetramælirinn sem framleiðandinn hefur sett upp inni í ökutækinu sker úr um samtalskílómetrafjölda (km) sem ökutækinu hefur verið ekið meðan á leigutímabilistendur. Allar tilraunir til að breyta lestri kílómetramælisins eða aftengja hann teljast vera vítaverð vanræksla og brot gegn þessum samningi.
3.10. Reykingar eru bannaðar í ökutækinu. Komi í ljós að þessi regla hafi verið brotin áskilur bílaleigan sér rétt til að sektaleigutakann samkvæmt verðskrá bílaleigunnar. Ef ökutækinu er skilað íóviðunandi ástandi eða það eru óhreinindi eða ólykt inni í ökutækinu skalleigutakinn greiða þrifagjald. Öll verð eru ákvörðuð af bílaleigunni.
3.11. Leigutaki ber fjárhagslega ábyrgð á öllumstöðu-, hraða- og umferðarsektum, sem og á öllum veggjöldum meðan áleigutímabili stendur. Bílaleigan áskilur sér rétt til að krefja leigutaka umþessar sektir, ásamt því að taka sér umsýsluþóknun fyrir meðhöndlun greiðslunnar og fyrir upplýsingagjöf til viðkomandi yfirvalda. Öll verð eru ákvörðuð af bílaleigunni.
3.12. Leigutaka er hvorki heimilt að láta framkvæma neinar viðgerðir eða breytingar á ökutækinu eða öðrum aukabúnaði sem leigður er af bílaleigunni, né er leigutaka heimilt að láta neinn annan en bílaleiguna framkvæma nokkra vinnu á ökutækinu án fyrirliggjandi samþykkis frá bílaleigunni.
3.13. Leigutaka er óheimilt að nota ökutækið til að flytja farþega gegn greiðslu, lána ökutækið til þriðja aðila sem ekki er skráður í leigusamningi eða endurleigja ökutækið.
3.14. Leigutaka er ekki undir neinum kringumstæðumheimilt að ferðast með ökutækið út fyrir Ísland.
4. Ökutækinu skilað
4.1. Leigutaki skal skila ökutækinu ásamt aukahlutum, sem og valbúnaði (eins og varadekki, verkfærum, hleðslusnúrum, rafmagnstenglum, staðsetningarbúnaði og WiFi-búnaði) í sama ástandi og hann tók við þeim. Bílaleigan gerir ráð fyrir eðlilegu sliti, með tilliti til þeirrar vegalengdar sem leigutaki hefur ferðast og lengdarleigutímabils. Bílaleigan mun bæta öllum kostnaði vegna skemmda sem finnast áökutækinu við þá upphæð sem leigutakinn greiðir fyrir leigutímabilið og bílaleigan mun gjaldfæra kreditkort leigutakans fyrir þessari upphæð. Öll verð eru ákvörðuð af bílaleigunni.
4.2. Bílnumverður að vera skilað með jafn miklu eldsneyti og var í bílnum þegar hann varsóttur, nema ef að “fyrirfram greitt eldsneyti” valmöguleikinn sé tekinn. Ef að bílnum er ekki skilað með jafn miklu eldsneyti þá er gjald tekið fyrir eldsneytið sem vantar. “Greitt við skil” eldsneyti inniheldur þjónustugjald og er ákveðið af leigustöðinni. Ef “fyrirfram greitt eldsneyti” valmöguleikinn er valinn þarf ekki að fylla tankinn fyrir skil en ekki er endurgreitt fyrir ónotaðeldsneyti nema ef að bílnum sé skila með fullum tanki, þá er “fyrirfram greitteldsneyti” valmöguleikinn endurgreiddur að fullu.
4.3. Ef samkomulag er ekki um annað skal leigutaki skila ökutækinu, og öllum valfrjálsum aukahlutum sem hann tók á leigu, á þeim stað sem tilgreindur er í leigusamningnum fyrir til setta dagsetningu og tíma. Sé ökutækinu ekki skilað á umsömdum stað á tilsettum tíma, er lögreglu eða bílaleigunni heimilt að taka ökutækið í sínar vörslur, fyrirvaralaust og á kostnað leigutakans. Framlenging leigu er háð samþykki bílaleigunnar og því að hægt sé taka heimild á kreditkorti leigutaka fyrir kostnaðinum við framlenginguna. Framlengi leigutaki ekki leigutímabilið og er meira en 29 mínútum of seinn að skila ökutækinu framlengist leigutímabil hans og hann verður krafinn um gjald fyrir aukadag, þar á meðal fyrir aukahluti og tryggingar, fyrir hvern dag þar til ökutækinu erskilað.
4.4. Skili leigutakinn ökutækinu utan afgreiðslutíma ber hann ábyrgð á ökutækinu þar tilstarfsmaður hefur yfirfarið ökutækið eftir að hann tekur við lyklunum.
Leigutaki skal:
4.4.1. skilja alla aukahluti eftir í farangursgeymslunni/skottinu (staðsetningarbúnað, WIFI o.s.frv.).
4.4.2. Ganga frá ökutækinu á öruggan og tryggan máta á skilastað.
4.4.3. Skilja lykla eftir á öruggum stað skilgreindan af bílaleigunni. Leigutakinn er ábyrgur fyrir öllum sektum sem lagðar eru áökutækið vegna þess hvernig hann gekk frá ökutækinu.
4.4.4. Leigutakinn skal skila ökutækinu á athafnasvæði bílaleigunnar nema bílaleigan hafi samþykkt annað.
4.5. Leigutakinn fellst á að bílaleigan geti krafið hann um allan kostnað sem til fellur meðan áleigutímabili stendur með gjaldfærslu á kreditkortið hans. Sé misbrestur á aðþessi samningur sé uppfylltur áskilur bílaleigan sér rétt til að grípa til lagalegra ráðstafana til innheimtu, sem leigutaki ber fjárhagslega ábyrgð á.
5. Skyldur bílaleigu
5.1. Bílaleigan skal afhenda ökutækið í góðu og ökuhæfu ástandi, réttilega skattlögðu og skráðu í samræmi við lög nr. 65/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja.
5.2. Bílaleigan skuldbindur sig til að hafa ávallt starfsábyrgðartryggingu.
5.3. Bílaleigan skal upplýsa leigutaka um innihald leigusamningsins og þær skyldur semleigutaki tekur á sig við undirritun samningsins.
5.4. Bílaleigan skal leita allra leiða til að upplýsa leigutaka um íslensk umferðarlög, umferðarskilti og ólöglegan ökumáta, eins og að aka utan vega. Bílaleigan skal vekja sérstaka athygli á hættu sem stafar af dýrum á vegum.
5.5. Komi til bilunar ökutækisins vegna eðlilegs slits mun bílaleigan útvega annaðökutæki eins fljótt og auðið er eða tryggja að viðgerðir fari fram hið fyrsta. Þetta hefur ekki áhrif á greiðslu leigunnar eða önnur gjöld sem falla til á leigutímabilinu. Við slíkar aðstæður ber bílaleigan ekki ábyrgð á kostnaði, eins og gistingu, flugmiðum eða öðrum útlögðum kostnaði.
5.6. Bílaleigan er ekki ábyrg fyrir tapi eða skemmdum á eigum sem geymdar eru inni í ökutækinu.
6. Almennir skilmálar
6.1. Viðaukar og breytingar á leigusamningnum, skilmálum og skilyrðum og ástandsskýrsluökutækis skulu vera skriflegar.
6.2. Íslensk lög gilda um samninga þá sem gerðir eru á grundvelli ofangreindra skilmála, þar með taldar bótakröfur sem kunna að vera gerðar. Gildir það bæði um grundvöll ogútreikning bóta. Sama gildir um bótakröfur á grundvelli bótaábyrgðar utansamninga.
6.3. Ágreiningur milli aðila er varðar þennan leigusamning og/eða skilmála hans skal lagður fyrir áfrýjunarnefnd neytendamála og Samtök ferðaþjónustunnar.
6.4. Teljist eitthvert ákvæði eða skilmálar leigusamningsins ógildir eða ekki hægt aðframfylgja þeim, skulu samningurinn og skilmálar hans að öðru leyti vera áframí fullu gildi og framfylgjanlegir.
7. Óviðráðanleg ytri atvik (Force Majeure)
Hvorugur samningsaðili leigusamningsins ber ábyrgð gagnvart hinum á töfum eða misbresti á að uppfyllasamningsskyldur sínar samkvæmt samningnum og skilmálum hans, að undanskyldri skyldunni til að greiða peninga, sem verða vegna óviðráðanlegra ytri atvika, þar á meðal en ekki eingöngu vegna eldsvoða, jarðskjálfta, eldinga, verkfalla, vinnustöðvunar, styrjaldar, uppreisnar eða hryðjuverka (óviðráðanleg ytri atvik (force majeure)). Þetta gildir meðan á slíku atviki stendur og í þann tíma á eftir sem er sanngjarnt að ætla aðilanum til að halda áfram að framfylgjasamningnum. Sá aðili sem ekki getur framfylgt skyldum sínum skal tilkynna hinum aðilanum um það komi til óviðráðanlegra ytri atvika (force majeure).
8. Gildandi lög og lögsaga
8.1. Leigusamningurinn og skilmálar hans og skilyrði skulu túlkaðir í samræmi við lög á Íslandi. Komi til ágreinings eða deilna vegna eða í tengslum við leigusamninginn og/eða skilmála hans fallast samningsaðilar á að reyna eftir fremsta megni að leysa úr þeim ágreiningi eins fljótt og auðið er.
8.2. Komi til ágreinings eða deilna vegna eða í tengslum við leigusamninginn og/eða skilmála hans, sem aðilum tekst ekki að leysa, skal málið rekið fyrirvarnarþingi bílaleigunnar, á Íslandi.
9. Notkun á persónuupplýsingum leigutaka.
9.1. Bílaleigan notast við persónuupplýsingar leigutaka til að veita honum leiguþjónustu. Þetta getur einnig innihaldið viðvaranir vegna veðurs. Bílaleigan notast við persónuupplýsingar leigutaka til að ákvarða hvort hún skuli veita leigutaka þjónustu í framtíðinni, að fengnu ótvíræðu samþykki leigutaka fyrir slíkri notkun á persónuupplýsingum hans. Þar á meðal getur verið um að ræða kannanir og/eða önnur markaðssetning í gegnum textaskilaboð og/eða tölvupóst.
9.2. Bílaleigan mun afhenda persónuupplýsingar leigutaka, að því marki sem lög leyfa og efnauðsyn krefur að fengnu ótvíræðu samþykki leigutakans:
9.2.1. Löggæsluyfirvöldum, staðaryfirvöldum og Bílastæðasjóði, hafi þessir aðilar rétt til slíkra upplýsinga samkvæmt lögum eða í tilgangi lögmætra hagsmuna bílaleigunnar, til dæmis til að framfylgjaleigusamningnum milli aðila.
9.2.2. Þriðju aðilum sem starfa fyrir höndbílaleigunnar við kröfustýringu eða innheimtu skulda sem leigutaki skuldarbílaleigunni.
9.2.3. Þriðju aðilum sem annast sannvottun á ökuskírteinum.
9.2.4. Þriðju aðilum sem framkvæma neytendakannanir fyrir hönd bílaleigunnar sem bílaleigan notar til að bæta þjónustu sínagagnvart leigutökum.
9.2.5. Leigutakinn hefur rétt til að biðja um aðgang að þeim persónuupplýsingum sem bílaleigan hefur um hann og, ef ástæða þykir til, biðja um að persónuupplýsingar séu leiðréttar, þeim breytt, sé lokað eða þær fjarlægðar. Við ákveðnar kringumstæður hefur leigutakinn rétt til að mótmæla úrvinnslu á persónuupplýsingum, sem og rétt til að flytja upplýsingarnar. Leigutaki skal í þessu tilliti snúa sér til bílaleigunnar.
9.3. Persónuupplýsingar leigutaka eru eingöngu geymdar eins lengi og þörf krefur til að uppfyllaupprunalegan tilgang með söfnun þeirra. Eins og 7. grein laga nr. 65/2015 umleigu skráningarskyldra ökutækja kveður á um skal bílaleigan varðveitaleigusamninginn í a.m.k. 3 ár. Í vissum tilfellum kunna persónuupplýsingarnarað vera geymdar í allt að sjö ár, í samræmi við lög um bókhald nr. 145/1994.
9.4. Bílaleigan, Stólabílar ehf., eins og hún er nefnd í leigusamningnum, er ábyrgðaraðiliþeirra persónuupplýsinga sem unnið er með. Samskiptaupplýsingar bílaleigunnarmá finna í leigusamningnum.
9.5. Leigutaki hefur rétt á að bera fram kvörtun til Persónuverndar ef hann telur að úrvinnslapersónuupplýsinga brjóti í bága við lög.
10. Greiðslur
Þegar leigutakinn skrifar undir leigusamninginn fellst hann á að bílaleigan gjaldfæri allan kostnað sem tilfellur á meðan á leigutímabili stendur á kreditkortið hans.
11. Skráning
11.1. Leigutakinn er sérstaklega upplýstur að ökutækið kann að vera útbúið með staðsetningarmerkingu og skráningarbúnaði til aðstaðsetja ökutæki bílaleigunnar í tilvikum þegar ökutækinu stolið eða ekki skilað á bílaleiguna, í tilvikum þar sem bílaleigan þarf að staðsetja ökutækiþegar um slys eða bilun er að ræða eða til að senda út viðvaranir til hópa á ákveðnum svæðum vegna slæmra veðurskilyrða. Úrvinnsla upplýsinganna er nauðsynleg fyrir lögmæta hagsmuni bílaleigunnar og til að vernda mikilvæga hagsmuni leigutakans. Upplýsingar frá staðsetningarbúnaði og/eða skráningarbúnaði verða ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi.
11.2. Þegar ökutækinu hefur verið skilað eftir að leigutímabilið er á enda, er upplýsingunum sem safnað hefur verið með staðsetningarbúnaðinum og/eða skráningarbúnaðinum eytt eða þær varðveittar áformi sem kemur í veg fyrir auðkenningu leigutakans.
12. Til þeirra sem skilmálar og skilyrði eiga við um
12.1. Skilmálarnir og skilyrðin eiga við um alla leigutaka. Í tilfellum þar sem þarf að skrá aukaökumann eða - ökumenn þarf einnig að framvísa eða sýna ökuskírteini aukaökumannsins.
12.2. Aukaökumaður eða -ökumenn verða að vera skráðir hjá bílaleigunni við upphaf leigutímabilsins. Aukaökumenn eru skráðir fyrir allt leigutímabilið og gjald til greiðslu er því til samræmis, allt að því hámarkstímabili sem á að gjaldfæra. Aðeins þeir einstaklingar sem eru skráðir í leigusamningnum mega aka ökutækinu sem tekið er á leigu. Skilmálarnir og skilyrðin eiga ekki við ef ökutækinu er ekið af öðrum einstaklingum en þeim sem eru skráðir í leigusamningnum.
12.3. Sé farið yfir hámarksfjölda farþega sem skráður er fyrir ökutækið í samningnum ná skilmálar og skilyrði ekki yfir umframfarþegana.